Núpar lóð Aðalda 641 Húsavík
Núpar lóð Aðalda , 641 Húsavík
12.900.000 Kr.
Tegund Sumarhús
StærÐ 46 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 17.000.000 11.250.000 0
Tegund Sumarhús
StærÐ 46 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 17.000.000 11.250.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955

Fallegt 46 fm. sumarhús auk millilofts á fallegum stað rétt hjá Laxá  í Þingeyjarsveit í landi Núpa.

Húsið er timburhús og er byggt árið 1985 er staðsett í landi Núpa í Aðaldal og er húsið í ágætu ástandi og hefur fengið gott viðhald hjá eigendum. 
Húsið skiptist: Komið er inn í forstofu með viðargólfi. þrjú herbergi með viðargólfum. Stofan er með viðargólfi, góðri lofthæð og góðum gluggum í suður og útgengi út í verönd sem er ca. 30 fm. Eldhúsið er með viðarinnréttingu með góðum borðkrók og opið inn í stofu. Baðherbergið er með viðarklæðningu á gólfi og sturtu.  Á millilofti er pláss fyrir 2-4 að gista. Húsið er klætt að innan með furupanel og allar innihurðir eru úr furu. Viðarborð er á gólfi. Köld geymsla eru úti. Húsið er upphitað með rafmagnsofnum.
Verönd var endurgerð fyrir tveimur árum og er húsið í staðsett í fallegu kjarri í Aðaldalshrauni rétt hjá Laxá. Nánasta umhverfi býður upp á mikla fjölbreytni og er fótboltavöllur, körfuboltavöllur, míní gólf og sameiginleg aðstaða fyrir að hittast með borðum og bekkjum.

Stutt er til þekktra staða á Norðurlandi, Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðaklettar, Mývatn, Goðafoss, Laxárdal, Grenjastaði og margra góðra staða. Húsavík er aðeins í ca. 10 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Akureyri eru aðeins um 80 km.  Stutt frá Húsavíkur flugvölli.

Annað: 
Hefur eingöngu verið notað sem sumarhús. 
Landeigandi sér um að loka fyrir vatnið fyrir veturinn og opna fyrir það aftur þegar færi gefst, en eigendur sjá um að tæma allt rennsli og vatn í húsinu. 
Lóðaleigan 2017 var kr. 77.460.- 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
agust@byggd.is
berglind@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.