Leifsstaðir ii 0 601 Akureyri
Leifsstaðir ii 0 , 601 Akureyri
165.000.000 Kr.
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 14 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 13 9 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 157.870.000 47.269.000 0
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 14 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 13 9 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 157.870.000 47.269.000 0

    

Fasteignasalan Byggð, S: 464-9955

Við höfum fengið til sölu jörðina Leifsstaði í Eyjafjarðarsveit. Jörðin er staðsett í um 7 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Akureyrar, hún stendur hátt í Vaðlaheiði gegnt Akureyri.  Af hlaðinu er víðsýnt, gott útsýni er til suðurs, vesturs og norðurs.  Jörðin er 14 ha. að stærð og þar af er ræktað land talið vera 12,6 ha.

Á Leifsstöðum var um langan tíma stundaður búskapur en en síðustu ár hefur þar verið rekið sveitahótel. Byggingar á jörðinni eru í raun einbýlishús sem var sambyggt fjósi, samtals 607,5 m2, en sá hluti var endurbyggður árið 1994 sem gisting. Í húsnæðinu eru samtals 13 herbergi: 

   -9 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi 
   -3 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi á gangi 
   -1 eins manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi á gangi. 

Í húsinu er jafnframt stór veitingasalur sem tekur 56 manns í sæti og eldhús sem gefur mikla möguleika á að reka veitingastað, útleigu o.fl. Úr veitingarsal er útgengt út á stóran sólpall sem að snýr í austurátt.

Á jarðhæð er þvottahús og geymslur ásamt verkstæði og lítilli íbúð/aðstöðu fyrir staðarhaldara. 

Nokkur trjárækt er á jörðinni. Fyrir um 10 árum var hluta af landi jarðarinnar breytt í 9 holu golfvöll.

Frábært tækifærið til að eignast vel staðsetta jörð með góðri aðstöðu til gistireksturs. Mikil tækifæri á Leifsstöðum sem að felast meðal annars í að  koma gistirekstrinum aftur í gang, fjölga gistieiningum og selja lóðir úr jörðinni o.s.frv.


Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Fasteignasölunnar Byggð, í síma 464-9955 eða senda póst á byggd@byggd.is

 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.