Höskuldarnes 0 675 Raufarhöfn
Höskuldarnes 0 , 675 Raufarhöfn
Tilboð
Tegund Lóð
StærÐ 823 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 78.060.000 19.915.000 0
Tegund Lóð
StærÐ 823 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 78.060.000 19.915.000 0

    

Fasteignasalan Byggð l 464-9955 l EINKASALA

Um er að ræða jörðina Höskuldarnes á Melrakkasléttu ásamt einbýlishúsi og útihúsum. 
 
Höskuldarnes er fyrsta jörð norðan við Raufarhöfn. Landamerki hennar liggja  sunnan að landi Raufarhafnar og að landi Ásmundarstaða og Harðbaks að norðan. Jörðin er talin vera 1012 hektarar. 
Landið liggur að sjó, strandlengja er vogskorin og er u.þ.b.4 km, loftlína er um 2 km milli langamerkjapunkta við sjó. Landið er allt á láglendi og gróið, mólendisásar með mýrardrögum á milli. Engin tún í ræktun. Um er að ræða fjölbreyttan úthagagróður. Nokkuð er um vötn og tjarnir.

Á jörðinni eru íbúðarhús, fjárhús og vélageymsla. Íbúðarhús var byggt 1938 ásamt viðbyggingu frá 1972 samtals um 140 fermetrar. Þessi hús hafa að miklu leyti verið endurbyggð á síðustu 10-15 árum. Einnig er u.þ.b. 60 fermetra viðbygging við húsið sem var smíðahús, endurbyggt 2011 (útveggir og þak). Þar hefur verið gerð geymsla og þvottahús með eldunaraðstöðu ásamt baðherbergi. Þarna er m.a. smíðaaðstaða og bæði útgangur þar og úr þvottahúsi. Í þessum hluta er mjög lítið mál að gera litla sér íbúð. Húsin eru öll á einni hæð og steinsteypt. Sunnan og vestan við húsið er stór 60 m2 hellulögð verönd með skjólveggjum. Steinsteypt fjárhús byggt 1953 u.þ.b. 328 fermetrar. Húsið er nokkuð gott en innréttingar og gólf má segja að sé ónýtt. Við húsið er 9 metra hár votheysturn. Einnig u.þ.b. 600 rúmmetra steinsteypt hlaða frá 1963; sem breytt hefur verið í hesthús fyrir 22 hesta ásamt aðstöðuplássi. Milliloft var þar sett og heygeymsla þar fyrir ofan. Þessi aðstaða þarfnast lagfæringa. Vélageymsla byggð 1975 u.þ.b. 170 fermetrar, bárujárnsklædd timburgrind. Þar eru þrjár bílskúrshurðir, tvær fyrir minni bíla og ein fyrir vörubíla og vélar. Skipt var um hurðirnar árið 2011 og eru þær allar rafdrifnar. Skipt var um járn á veggjum árið 2017. Það þarf einnig að skipta um járn á þaki. Árið 2017 var byggt dúnþurkhús/garðskáli en sú framkvæmd er ósamþykkt.

Annað:
-Mikið endurnýjaðar húseignir
-Góð hlunnindi
   -Bleikjuveiði bæði í vötnum og sjó
   -gæsaveiði og æðarvarp
   -Sameiginlegur reki, námuvinnsla og veiðiréttur er með Ásmundarstöðum (1/3 hluti)
-Mjög góð aðstaða er frá náttúrunnar hendi fyrir smábátaútgerð. Náttúruleg höfn er fyrir smábáta þar sem aldrei hreyfir sjó. Stutt er á ágæt grásleppu- og fiskimið.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.