Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Melasíða 1 - E
LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ SAMNINGSGERÐ
Til sölu er góð og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í nálægð við leik- og grunnskóla. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu. Sér geymsla í sameign og svalir til austurs. Forstofa með flísum á gólfi og opnu fatahengi.
Hol með parketi á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að hluta við baðkar. Baðkar með sturtutækjum, vorið 2020 var sett ný innrétting, vaskur og spegill.
Þvottahús með dúk á gólfi, innrétting með vask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús með parketi á gólfi, eldhúskrókur og ágætis innrétting með flísum milli efri og neðri skápa.
Stofa með parketi á gólfi. Útgengi úr stofu út á svalir til austurs.
Sér geymsla í sameign með hillum og glugga.
Annað:
Húsið er nýlega málað að utan
Baðinnrétting endurnýjuð 2020
Eldhúsinnrétting upprunaleg
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955