Hvanneyrarbraut 35 580 Siglufjörður
Hvanneyrarbraut 35 , 580 Siglufjörður
35.500.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 282 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 5 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1936 68.500.000 24.200.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 282 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 5 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1936 68.500.000 24.200.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955

Hvanneyrarbraut 35, Siglufirði 

Um er að ræða 8 herbergja einbýlishús á þremur hæðum ásamt bílskúr samtals 282 fermetrar. 


Íbúðin skiptist með eftirfarandi hætti: Á miðhæð, forstofa, stofa, borðstofa, eldhús, sjónvarpshol og herbergi þar fyrir innan. Á efri hæð, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara þvottahús með sturtu og wc, geymslur og bílskúr. 

Anddyri er með flísum á gólfi sem ná inn í eldhúsið. 
Sjónvarpshol/herbergi er gengið í úr anddyri og inn af því er herbergi með föstum skáp. Parket er á gólfum. 
Stofa er innangeng úr gangi frá forstofu. Stofan er með parket á gólfi. 
Borðstofa er með parketi og er inn af stofu og opið á milli. Þaðan er gengið út á verönd til suðurs, opið er á milli borðstofu og eldhúss.
Eldhús er með flísar á gólfi, stæði fyrir tvöfaldan ísskáp, tveir ofnar eru í innréttingu í vinnuhæð ásamt helluborði sem er allt frá Miele. Þá er lítil eyja í eldhúsi sem á vantar bekkplötu. Lítil merki eru um leka í skáp undir vaska. 
Stiginn á efri hæðina og gangur er teppalagður.
Svefnherbergi eru 4 á hæðinni, öll með parketi á gólfum. Tvö þeirra eru mjög rúmgóð annað með innbyggðum fataskáp en hitt með föstum skáp. Úr því er gengið út á svalir til suðurs. Hin tvö eru minni. 
Baðherbergi er mjög rúmgott með flísum á gólfi og veggjum að hluta, þar með talið í kringum baðkar. 
Í kjallara er gengið niður flísalagðan stiga í flísalagt opið rými. Inn af því er þvottahús og inn af þvottahúsinu er sturta og klósett. Miklar rakaskemmdir eru á útveggjum í kjallara og mælum við með að það sé skoðað sérstaklega. Þar eru einnig stórar geymslur ásamt lagnaherbergi og þá er innangegnt í bílskúr sem er með ómáluðu steyptu gólfi. 

Annað:
Búið að skipta um glugga að hluta á miðhæð.
Stór verönd til suðurs
Ágætt útsýni
Nokkuð um rakaskemmdir í útveggjum í kjallara, ekkert vitað um ástand á dreni í kringum húsið
Ekki vitað um ástand þaks

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi/fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.