Fasteignasalan Byggð 464-9955
Héðinsbraut 4Um er að ræða atvinnushúsnæði á einni hæð, lofthæð er góð og í eignina eru einar innkeyrsludyr. Í húsnæðinu var rekin kjötvinnsla. Eignin skiptist í anddyri, snyrtingar, starfsmannaaðstöðu og þrjá vinnslusali. Í eigninni eru frystigeymsla (58 fm), hraðfrystir (11 fm.) og kælir. Öll gólf eru máluð, aðkoma að eigninni er góð og einfalt er að breyta innra skipulagi hennar en þar eru mikið af léttum veggjum. Lekamerki eru á nokkrum stöðum frá þaki eignarinnar.
Áhugasömum er bent á að kynna sér ástand eignarinnar rækilega. Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi/fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955