Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Dalsgerði 5 D, 600 Akureyri
Góð fimm herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er skráð 141,1 fm að stærð og þar af er sólskáli 14,4 fm. Eignin er vel staðsett, stutt er í verslun, leik- og grunnskóla.
---Eignin getur verið laus fljótlega---Neðri hæð skiptist í forstofu, þvottahús, geymslu, snyrtingu, stofu, borðstofu, eldhús og sólskáli.
Forstofa með flísum á gólfi og gólfhita. Viðarklæðning á veggjum og fatahengi.
Þvottahús er með sér inngangi og einnig innangengt úr forstofu. Flísar á gólfi, innrétting í þvottahúsi, flísar milli efri og neðri skápa. Stæði fyrir þvottavél í innréttingu. Opnanlegur gluggi er á þvottahúsi.
Geymsla/búr er innaf þvottahúsi með glugga og góðum hillum.
Snyrting er innaf forstofu með flísum á gólfi og gólfhita. Flísar eru á veggjum að hluta. Wc upphengt.
Stofa og borðstofa í opnu rými, parket á gólfi.
Sólskálinn er innaf stofunni, og er þar opnanlegur gluggi. Flísar á gólfi með gólfhita. Útgengi er út á timburverönd. Lítil rafstýrð markýsa er yfir hluta af veröndinni.
Eldhús með borðkrók og er parket á gólfi. Góð innrétting er í eldhúsi, flísar milli efri og neðri skápa og nýleg borðplata. Bakaraofn í vinnuhæð og spanhelluborð. Stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Efri hæð skiptist í hol, baðherbergi, fjögur svefnherbergi og geymslu.Hol með parketi á gólfi. Viðarklæðning á veggjum að hluta.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að mestu. Rafmagnsgólfhiti á baði. Baðkar með sturtutækjum og glerskilrúmi. Góð innrétting er á baði, vaskur og bekkplata samsteypt. Handklæðaofn og gluggi á baði.
Svefnherbergin eru fjögur og eru þau öll með parketi á gólfi, skápar eru í þremur þeirra. Kappalýsing er í herbergjum.
Inn af hjónaherbergi
geymsla sem er með parketi á gólfi, úr geymslunni er farið upp á háaloft. Úr hjónaherberginu er útgengi út á svalir til suðurs.
Stiginn upp á efri hæðina er með teppi á gólfi. Nýtt handrið og gler við stiga. Geymsla er undir stiganum.
Timburverönd er fyrir framan sólskála og þá hefur garður verið girtur af með timburskjólveggjum.
Annað:-Tréverkið á húsinu málað sumarið 2016
-Hitavír settur í þakrennur sumarið 2016.
-Þvottasnúra framan við hús.
-Fyrirhugað eru framkvæmdir í húsfélaginu.
-Smá leki í sólskála sem eigandi hefur lagfært tímabundið.
-Ummerki um mögulegan leka í hjónaherbergi við svalahurð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955