Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Ásatún 40 - 401
Eignin er laus til afhendingar við samningsgerð
Um er að ræða góða þriggja til fjögurra herbergja endaíbúð á fjórðu/efstu hæð í lyftuhúsi. Rúmgóðar svalir og gott útsýni úr íbúð, gluggar til þriggja átta. Íbúðin er í austur enda. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, tvær geymslur, baðherbergi og eldhús og stofu í opnu rými. Íbúðin er skráð samtals 86,2 fm. að stærð þar af er geymslan í sameign 1,8 fm.
Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp og auk skúffueiningu.
Svefnherbergin eru tvö með parketi á gólfi og fataskápum.
Geymslurnar eru tvær, einn innan íbúðar sem nýtist sem þriðja svefnherbergið. Parket á gólfi og fataskápur. Önnur lítil sér geymsla er í sameign hússins á jarðhæð.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að mestu, sturta með glerhurðum, góð innrétting við vask með speglaskápum, innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, handklæðaofn og uppgengt wc.
Eldhús og stofa í opnu rými með parketi á gólfi. Innbyggð uppþvottavél í innréttingu og bakaraofn í vinnuhæð. Rúmgóðar svalir til suðurs með góðu útsýni.
Annað: -Gólfhiti
-Ljósleiðari
-Frábært útsýni
-Stutt í leik-, grunn-, og framhaldsskóla og verslun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955