Arnarnes 0 604 Akureyri
Arnarnes 0 , 604 Akureyri
105.000.000 Kr.
Tegund Lóð
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 229.815.000 55.875.000 0
Tegund Lóð
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 229.815.000 55.875.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Um er að ræða um 3,5 ha spildu, íbúðarhúsi og útihúsum úr landi Arnarness í Hörgársveit sem er 24 km frá Akureyri, þaðan sem er stórkostlegt útsýni til allra átta þá sérstaklega til norðurs út Eyjafjörðinn. Jörðin hefur verið aðlöguð að ferðaþjónustu en búið er að útbúa gistirými ásamt matsal í gamla fjósinu. Eftir er að skipta jörðinni upp og möguleiki er á því að laga landspilduna að óskum kaupanda.


Íbúðarhús er á tveimur hæðum, byggt 1938 samtals 193,7 fm. skiptist í 97,8 fm. neðri hæð og 88,5 fm. hæð auk 7,4 fm. garðskála. Eignin er mikið endurnýjuð, m.a. hefur húsið verið klætt að utan. Skipt um glugga og gler, gólfefni og innréttingar hafa verið endurnýjaðar. Gengið er inn í forstofuskála og þaðan er mikið útsýni til norðurs og suðurs. Úr honum er gengið hálfa hæð upp í alrými efri hæðar. Á vinstri hönd er eldhús með ágætri innréttingu, uppþvottavél og þar er einnig eldhúskrókur. Við hlið eldhúss er salerni, vask og skáp við hlið hans.  Tvö svefnherbergi eru í austurenda hússins og á milli þeirra borðstofa. Stofa er svo á hægri hönd við stiga, hún er rúmgóð og úr henni er gengið út í sólskála sem byggður var við húsið 2020. Úr skálanum er farið út á verönd bæði til austurs og vesturs og þaðan niður í garð. 
Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, skrifstofa, geymsla, þvottahús og stórt baðherbergi. Þar er bæði sturta og hornbaðkar ásamt salerni og vaski. Í sambyggðum skúr norðan við íbúðarhúsið er bakdyrainngangur þaðan sem gengið er inn á neðri hæðina og þar hefur verið útbúin góð þvottaaðstaða fyrir ferðaþjónustuna.   

Véla/verkfærageymsla byggð 1986 108,1 fm. að stærð stendur norðan við íbúðarhús, einangruð með plasti og í ágætu ásigkomulagi. Þar eru tvær stórar innkeyrsluhurðar auk gryfju. Sunnan við vélageymsluna er stórt kalt bogagróðurhús klætt með plasti þar sem ræktuð hafa verið jarðarber, grænmeti og salat fyrir gistiheimilið.  

Fjósi hefur verið umbreytt í gistiheimili þannig að nú eru þar sex herbergi auk snyrtinga, aðstöðu fyrir eldhús og bar í vesturenda þess ásamt matsal sem tekur 40 manns í sæti. Verönd vestan við gistiheimilið er steypt og á henni er stór og rúmgóður heitur pottur fyrir gesti. Einstaklega fallegt útsýni er af veröndinni til þriggja átta og kvöldsólar nýtur.  Búnaður í gistihúsi fylgir, s.s. rúm og rúmföt.  

Hesthús byggt 1985 er 131,3 fm. og stendur norðan við gistihúsið, hefur verið endurinnréttað og er upphitað.  Þar er núna smíðaverkstæði, skíðageymsla, gallerí og fjölnota rými. 

Áskilið er að Norðurorka leigi neðri hæð undir gistiheimilinu (gamla haughúsið) til 10 ára fyrir kr. 100.000. á mánuði vtr. miðað við afhendingardag.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.