Gjaldskrá

Sölulaun, skjalagerðargjald og útseld vinna
1. Sala fasteigna og skráðra skipa í einkasölu 1,9 % af söluverði auk virðisaukaskatts.
2. Sala fasteigna og skráðra skipa í almennri sölu 2,2 % af söluverði auk virðisauka.
3. Söluþóknun fasteignasölu er þó aldrei lægri en kr. 300.000. með vsk.
4. Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna og skráðra skipa 1,0% af söluverði auk virðisauka, þó aldrei lægri en kr. 150.000.-

5. Þóknun við makaskipti er sú sama og í einkasölu.

6. Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,5 % af söluverði auk virðisaukaskatts. Miðast við einkasölu.
7. Útseld vinna fasteignasala er kr. 24.800 með vsk. pr. klukkutíma. 

 
Þóknun fyrir leigumiðlun
1. Þóknun fyrir gerð leigusamnings samsvarar eins mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts, þó ekki lægri en kr. 124.000 með vsk.
2. Þóknun fyrir leigusamning um atvinnuhúsnæði, sem gerður er til fimm ára eða lengri tíma samsvarar eins mánaðar leigu auk virðisaukaskatts.

Skoðun og verðmat fasteignar.

1. Söluverðmat er frítt ef eign er skráð á söluskrá hjá fasteignasölunni.

2. Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði (bankaverðmat) er kr. 30.000 með vsk.
3. Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði fer eftir umfangi, oft miðað við þann tímagjald.
    Ekki er miðað við ferða og aksturskostnað vegna verðmata utan Akureyrar.


Ýmis ákvæði.
1. Umsýslugjald er kr. 55.000 með vsk og er vegna sérfræðiráðgjafar, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals, umsjón með þinglýsingu skjala og fleira. 
2. Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 48.500 með vsk vegna útlagðs kostnaðar m.a. öflunar gagna um eignir,  svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga, ljósrit eignaskiptasamninga, og ýmissa annara skjala og skjalavinnslu.