Fasteignasalan Byggð 464-9955 Austurbyggð 16 - Efri hæð **Eignin er laus við kaupsamning** Skemmtileg og vel skipulögð efri sérhæð í tvíbýli á vinsælum stað á brekkunni með stakstæðum rúmgóðum bílskúr. Eignin er samtals 180,3 fm. en þar af er bílskúrinn 37,3 fm. Í kjallara er geymsla sem sem hægt er að nýta sem herbergi auk þess er þar sameiginlegt gufubað. Eignin skiptist í forstofu á 1. hæð, stiga, stofu og borðstofu, eldhús, búr, þvottahús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi auk geymslu/svefnherbergi í kjallara og bílskúr. Forstofa á 1. hæð er með flísum á gólfi. Stigi er með teppi á gólfi og á stigapalli eru góðir hvítir skápar sem geta fylgt. Stofa og borðstofa er tvöföld með parket á gólfi og bjart rými. Útgengt er á rúmgóðar svalir til suðvesturs úr borðstofu. Eldhús er með flísar á gólfi og gólfhita þar er falleg ljós innrétting með flísum upp á miðja veggi, fallegur stálháfur, stæði fyrir uppþvottavél sem fylgir, bakaraofn í vinnuhæð og innbyggðum ísskáp. Rennihurð sem skilur eldhúsið frá stofu er innfelld. Þvottahús og kalt lítið búr er inn af eldhúsi. Gólfhiti og stæði fyrir þvottavél og þurrkara er í þvottahúsi. Kjallari er aðgengilegur um stiga þaðan. Baðherbergi er nýlega endurnýjað, þar eru flísar í hólf og gólf, sturta með tveimur sturtutækjum, upphengt klósett, góðri innréttingu í kringum vask með speglaskáp og handklæðaofn. Svefnherbergi eru þrjú , öll með parket á gólfi og eitt þeirra með skápum. Á gangi við svefnherbergi er laus skápur sem getur fylgt. Kjallari er með sameiginlegu gufubaði auk þess sem þar er sér geymsla sem hægt er að nýta sem svefnherbergi. Bílskúr er stakstæður og er norðan við húsið. Þar er bæði inngöngu- og innkeyrsluurð sem er rafdrifin, lakkað gólf og rafmagn. Kominn tími á pappa á þaki bílskúrs. Annað: -Útidyrahurð endurnýjuð 2021 -Gólfefni að stærstum hluta endurnýjuð 2020 -Baðherbergi endurnýjað 2019 -Framkvæmdir unnar af fagmönnum -Mjög gott steypt bílaplan fyrir framan bílskúr sem tilheyrir efri hæð -Sameiginleg lóð -Sameiginlegt geymsluloft aðgengilegt af svölum -Ljósleiðari -Ekki er vitað um ástand á gufubaði en það hefur komið til umræðu að gera salerni þar -Lagnir myndaðar fyrir ca. 5 árum -Vantar fúgu í flísar í forstofu -Útisnúrur á svölum og markísa getur fylgt Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Frekari upplýsingar:
[email protected] [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955