Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaÁ lóðinni Kjarnagerði sem er um 1 ha. að stærð eru staðsettir tveir nýlegir sumarbústaðir í grónu umhverfi. Hvor um sig 57,7 fm. að stærð með tveimur herbergjum, baðherbergi, stofu og eldhúsi. Lofthæð er góð í húsunum, stórir gluggar og húsin því björt. Á verönd er hitaveitupottur við bæði húsin.
Húsin eru fullfrágengin bæði að utan og innan og seljast með innbúi utan persónulegra muna.
Malarvegur er að hvorum bústað og malarstæði fyrir framan þá.
Miðað er við að land frá vegi að Reykjadalsá fylgi húsunum og mögulegt er að kaupa hvorn bústað fyrir sig. Nánari skilgreining á lóðarmörkum er samningsatriði, möguleiki er á meira landi.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955