Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaEyrarvík
Um er að ræða landspildu úr landi Eyrarvíkur sem liggur að sjó og er skráð Eyrarvík land Ö, í gögnum HMS. Húsin sem skráð eru á lóðina samkvæmt HMS eru samtals 1.111,3 fm. en það eru skráðar 2 geymslur sem liggja alveg niður við sjóinn og út frá þeim er ónýt bryggja sem fylgir eigninni. Geymslurnar eru samliggjandi og í raun ein heild og skráðar samtals 886,3 fm. og eru óeinangraðar og byggðar úr timbri. Innkeyrsluhurðir eru bæði á austur og norður stafni hússins og inngönguhurð til norðurs.
Þá er hús sem er skráð sem smíðaverkstæði 225 fm. og er búið að útbúa íbúð á efri hæð. Það húsnæði er steypt.
Smíðaverkstæðið er eins og áður segir á tveimur hæðum með mjög gróðri lofthæð á neðri hæð. Komið er inn i forstofu, til hægri er gengið inn í aðra forstofu og innst á þeim gangi er bæði salerni og svo þvottahús. Til vinstri er gengið inn í opið rými fyrir framan bílskúr sem er inn í enda og snýr bílskúrshurð til vesturs. Í rýminu er baðherbergi með sturtuklefa, lítil eldhúsinnrétting þar sem eru flísar á gólfi og innst af alrými þar sem er parket á gólfi, er rúmgott herbergi einnig með parket á gólfi.
Úr forstu neðri hæðar er gengið upp stiga í íbúðarhluta hússins. Þar eru fjögur svefnherbergi og inn af einu þeirra sem er fremst á gangi er annað lítið herbergi/fataherbergi. Eldhús er með parket á gólfi og inn af eldhúsi er búr.
Baðherbergi er á hæðinni, þar hefur verið útbúin sturta sem að hluta undir stiga, flísalagðir veggir eru í kringum hana, handklæðaofn og innrétting í kringum vask.
Stofa er björt með parket á gólfi og úr henni er útgengt út á svalir sem eru yfir bílskúr neðri hæðar að hluta. Einnig er uppgengt á loft úr stofu um timburstiga. Á loftinu er stórt alrými auk afmarkaðra herbergja í sitthvorum endanum, þó án hurða.
Á lóðinni er einnig óskráð bygging um 64 fm. að stærð sem stendur vestan við áður nefndu húsin.
Gott tækifæri til að eignast landspildu við sjávarsíðuna í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Mikil uppbygging er í nágrenninu þar sem mörg nýleg hús hafa risið að undanförnu og eru enn að rísa.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Byggð skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955