Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaKeilusíða 12 L (304)
**Seld með fyrirvara**Um er að ræða góða fjögurra herbergja íbúð samtals 100,4 fm. á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Gott útsýni frá íbúðinni og henni fylgir sér geymsla í sameign. Eignin skipist í forstofu/rúmgott hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Sér geymsla í sameign.
Forstofa/Hol rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp, á gangi er laus skápur sem fylgir með.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og er fataskápur í tveimur þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, lítil innrétting við vask, baðkar með sturtutækjum, opnanlegt fag og tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði.
Eldhús með parket á gólfi, innrétting og borðplata máluð og stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu. Tvöfaldur ísskápur í eldhúsi fylgir.
Stofa með parketi á gólfi, útgengi út á svalir til vesturs úr stofu.
Annað: - Sér geymsla í sameign.
- Stutt í leik- og grunnskóla.
- Húsið málað að utan 2022
- Búið að skipta um rofa og tengla í íbúðinni.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955