Fasteignasalan Byggð 464-9955Vallartröð 1, Hrafnagili
Um er að ræða bjart fimm herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt sambyggðum tvöföldum bílskúr. Eignin er skráð samtals 215,7 fm. að stærð þar af er bílskúrinn 37,3 fm. Gott bílastæði framan við húsið, einnig er malbikað stæði austan við hús. Timburverönd suðvestan við hús.
ATH: Seljandi skoðar skipti á ódýrari eign á Akureyri. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, sjónvarpshol, stofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, þvottahús og bílskúr.
Það hefur verið stúkað af hluta af bílskúrnum sem nýtist sem skrifstofa/vinnuherbergi og hefur verið notað sem svefnherbergi. Forstofan er rúmgóð með flísum á gólfi.
Eldhús er bjart með parket á gólfi, flísar milli efri og neðri skápa og gott vinnupláss, stæði fyrir uppþvottavél og tvöfaldan ísskáp í innréttingu. Rúmgóður borðkrókur.
Sjónvarpshol er milli eldhúss og stofu og þar er parket á gólfi.
Stofan er rúmgóð og björt, parket á gólfi og aukin lofthæð. Útgengi út á timburverönd til suðvesturs.
Svefnherbergin eru fjögur, öll eru þau mjög rúmgóð með parket á gólfum og skápar í þremur þeirra.
Baðherbergi er rúmgott með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Sturta og baðkar og góð innrétting við vask. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Snyrting er innaf þvottahúsi.
Þvottahús með lakkað gólf, stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð í innréttingu með miklu bekkjarplássi og vask, bakinngangur og opið fatahengi. Innaf þvottahúsi er farið inn í rými sem útbúið var úr hluta af bílskúrnum, það hefur verið nýtt bæði sem svefnherbergi og vinnuaðstaða, opnanlegt fag er í rýminu. Þaðan er svo innangengt í bílskúrinn.
Bílskúr með lakkað gólf, tvær bílskúrshurðir og er rafdrifin opnun á annarri þeirra. Úr bílskúrnum er lúga upp á milli loft, en geymsluloft er yfir bílskúrnum.
Annað:- Timburhús klætt með Steni plötum.
- 2019/2020 skipt gler í húsinu að mestu leyti.
- 2021 húsið málað að utan sem og þakið og þakrennur.
- Ljósleiðari tengdur
- Malbikað bílaplan sem og auka stæði austan við hús t.d. fyrir ferðavagna.
- Vel staðsett eign, stutt í leik- og grunnskóla og sundlaug.
- Rúmgóð fjölskyldueign, góð bílastæði, garður og timbur verönd.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955