Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Hringtún 10 A, Dalvík Um er að ræða fallega þriggja herbergja parhúsíbúð á einni hæð, eignin sem er í byggingu er sunnan megin og er skráð samtals 90,4 fm. að stærð. Húsið er timbureiningarhús reist á staðsteyptum sökkli. Útveggir eru klæddir með Stacebond álklæðningu. Eigninni fylgir tvö bílastæði og sorpskýli. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottarými, tvö svefnherbergi og alrými með eldhús og stofu, geymslu og tæknirými.
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi og þvottarými með flísum á gólfi og veggjum að mestu. Innrétting við vask og spegill með lýsingu, handklæðaofn, upphengt wc og sturta með glerskilrúmi og innbyggðum tækjum. Í þvottarými verður innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Opnanlegur gluggi við þvottarými.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með parket á gólfum og góðum fataskápum. Upptekið loft með innfelldri lýsingu.
Eldhús og stofa í opnu rými með uppteknu lofti, innfelld lýsing og útgengi út á verönd til austurs úr stofu. Góð innrétting með stæði fyrir uppþvottavél. Frontur fyrir uppþvottvél fylgir, er því möguleiki á að vera með innbyggða uppþvottvél.
Geymsla með parket á gólfi og opnanlegum glugga. Mikil lofthæð og er þá möguleiki á að útbúa milliloft.
Tæknirými er innan íbúðar með parket á gólfi.
Eignin afhendist fullbúin að innan sem og að utan. Verið er að leggja lokahönd á íbúðina og klárað verður utanhúss á meðan veður leyfir og/eða um leið og hægt er.
Bílastæði og verönd verða steypt með snjóbræðslu, þökulagt sunnan og norðan við hús og sá hluti lóðar sem er ekki steyptur. Möguleiki á að setja heitan pott á verönd og einnig möguleiki á að setja rafhleðslustöð við bílastæði. Innfelld lýsing verður í þakkanti.
Eins og sérst á ljósmyndum þá er eignin langt komin, meðal annars sem verið er að vinna í á næstu dögum er að setja upp hurð í svefnherbergi, hvíta gólflista þar sem við á, á baðherbergi á eftir að setja upp innréttingu í þvottahúsi sem verður eins og aðrar innréttingar í íbúðinni, einnig á eftir að setja upp sturtugler, borðplötu og handlaug. Í eldhúsi á einnig eftir að setja borðplötu, bakaraofn, helluborð, vask og viftu og klára lokafrágang á innréttingu. Verið er að vinna í loka umferð á málningu og setja upp tengla og rofa.
Munum uppfæra eignina og ljósmyndir þegar eignin verður fullbúin að innan.
Annað:- Gólfhiti
- HTH innréttingar
- Gólfefni, flísar og hurðar frá Birgison
- Blöndunartæki og wc frá Vatn og veitum
- AEG tæki í eldhúsi frá Ormsson
- Litur á veggjum er hálfur sandur
- Innfelld lýsing á alrými og herbergjum
- Útsog frá baðherbergi, tæknirými og alrými.
- Ljós í öllum rýmum fyrir utan forstofu, geymslu og tæknirými eru dimmanleg.
- Bílastæði og verönd með snjóbræðslu, lokað kerfi.
- Tengi fyrir heitum potti á verönd
- Möguleiki á að setja rafhleðslustöð
- Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. (0,3% af brunabótamati eignar)* Eignin er til afhendingar um miðjan febrúar 2026
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955