Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Lerkilundur 42 Um er að ræða mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum ásamt sambyggðum bílskúr á vinsælum stað á Brekkunni. Verönd með heitum potti, geymsluskúr á lóð, bílastæði með snjóbræðslu og gott útsýni frá íbúð. Eignin er skráð samtals 203,50 fm. að stærð þar af er bílskúr 28 fm. og skiptist eignin í forstofu, stofu, hol, eldhús, fjögur svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð. Á neðri hæð er rúmgott herbergi, bílskúr og innaf bílskúr er baðherbergi, þvottaaðstaða og geymsla. Forstofa með parket á gólfi. Stofa/borðstofa með parket á gólfi, útgengi út á verönd úr stofu. Stórir gluggar með góðu útsýni. Hol með parket á gólfi, holið er nýtt sem sjónvarpshol. Eldhús með parket á gólfi, flísar milli efri og neðri skápa, góð innrétting með stæði fyrir tvöfaldan ísskáp, bakaraofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél. Borðkrókur með góðu útsýni. Svefnherbergin eru fjögur á hæðinni öll eru þau með parket á gólfi og þrjú af þeim með góðum fataskápum. Eitt herbergið er nokkuð minna og er með innbyggðum skáp. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að mestu upp í loft. Bæði baðkar og sturta, innrétting við vask, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Farið er niður um parketlagðan stiga niður á neðri hæðina af holi framan við eldhús. Einnig er sér inngangur inn á neðri hæðina austan við hús. Svefnherbergið á neðri hæðinni er mjög rúmgott með parket á gólfi. Bílskúrinn snyrtilegur með flísum á gólfi, rafdrifin bílskúrshurð. Góð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð í bílskúrnum. Baðherbergi er innaf bílskúrnum með rennihurð, flísar á gólfi, upphengt wc, innrétting við vask, handklæðaofn, og flísalögð sturta með glerskilrúmi. Geymsla með opnanlegum glugga og góðum hillum innaf bílskúrnum. Verönd steypt með timburskjólveggjum til suðvesturs. Heitur pottur á verönd. Geymsluskúr á lóð vestan við hús, óeinangraður ca 10 fm. Annað: - Nýtt þak 2018, loftið einangrað fyrir utan litla herbergið og innfelld lýsing í flestum rýmum. - Eldhús endurnýjað 2010 - Gler og listar endurnýjað að mestu ca. 2014 - Parket endurnýjað fyrir 4 árum síðan - Nýjar útihurðir og svalahurð - Bílaplan með snjóbræðslu - Lagnir endurnýjaðar heim að, skólp og frárennsli 2020. - Rafmagn mikið endurnýjað - Stutt í leik-, grunn- og framhaldsskóla, verslun og ýmsa aðra þjónustu. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Frekari upplýsingar:
[email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955